6.3.2019 | 14:39
Ríkur en borgar ekki skuldir!!
Björgólfur Thor var einn af útrásarvíkingum sem notuðu annarra manna peninga og kannski aðallega peninga Bankanna sem þeir áttu að nafninu til. Stór lán voru tekin nánast án ábyrgðar, enda fór svo að lán til hans og annarra útrásarvíkinga voru sjaldnast borguð, mörg bú þessara snillinga voru gerð upp og enginn peningur fannst. En núna virðist að fjölmargir þeirra hafi fundið eitthvað af peningum og geti slegið um sig á ný, en Björgólfi virðist ekki detta í hug frekar en öðrum félögum hans að borga til baka skuldir sínar. - Svona gera viðskipta-snillar!!
Björgólfur rýkur upp listann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2019 | 19:01
Ekki elta USA í valdaráni í Venusuela !
Allt frá því Hugo Scávez var lýðræðislega kjörinn forseti Venusuela hafa Bandarísk stjórnvöld barist gegn stjórn hans og síðar gegn stjórn Manduros. Viðskiptaþvingunum hefur verið beitt kröftulega og stjórnarandstaðan verið styrkt til að skapa óánægju í landinu. Flestir vita af þessu en sennilega ekki utanríkisráðherra Íslands eða þá að hann vill ekki vita hvernig Bandaríkjamenn haga sér í Suður Ameríku þegar Ríkisstjórnir eða forsetar komast til valda sem ekki haga sér í samræmi við óskir Bandarískra Stjórnvalda. Fyrir örfáum árum var viðtal sýnt í sjónvarpinu við mann sem starfaða hafði á vegum CIA við að "lagfæra" stöðuna í ákveðnum löndum. Hann lýsti því hvernig þeir störfuðu, fyrst var farið á fund viðkomandi forseta eða Ríkisstjórnar og óskað eftir góðum samskiptum og forgangi Bandarískra fyrirtækja til verkefna í viðkomandi landi. Ef því var ekki vel tekið var hótað viðskiptaþvingunum og svo jafnvel afskiptum með hervaldi eða þá að viðkomandi var ráðinn af dögum eins og Salvador Allienda í Chile. - Er ekki kominn tími til að opna augum og taka sjálfstæðar ákvarðanir í utanríkismálum í stað þess að elta hinar "Staðföstu þjóðir" sem ekki spyrja spurninga.
Veita 30 milljónir fyrir flóttafólk frá Venesúela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2018 | 13:36
Styð hvalveiðar af heilum hug!
Er það virkilega svo að við eigum að hætta hógværum veiðum úr hvalastofni sem stækkar stöðugt og er því ekki í útrýmingarhættu vegna raunverulegs eða ýmindaðrar pressu frá öðrum þjóðum. - Erlendir mótmælendur eru tiltölulega fámennur hópur en kannski duglegir að koma sér á framfæri. Sjálfur vinn ég sem matreiðslumaður á vinsælum veitingastað, við höfum stundum boðið upp á smakk-bita af steiktum hval og mín reynsla er sú að langflestir ferðamenn vilji smakka hvalinn. M.a. kom til okkar Bandarískur skólahópur og allir í þeim hópi vildu smakka. Ég held því að andstaða við hvalveiðar sé stórlega ofmetin. Það er auðvitað mikulvægt að nýta náttúruauðlindir skynsamlega og ekki ofnýta dýra- og fiskistofna. En hófleg nýting er sjálfsögð og skynsamleg.
Einn maður í hvalveiðum á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2018 | 21:24
Það leyfist sumum en ekki öðrum
Bretar saka nú Rússnesk yfirvöld um að eitra fyrir tveim landflótta Rússneskum njósnurum. Auðvitað er það ekki fallegt að ráða af dögum fólk án dóms og laga, en þetta hafa Bretar gert ásamt öðrum NATO þjóðum með innrás í Lýbíu og drápi á Gaddafí. Hann var sennilega að mati Breta og bandamanna réttdræpur en getur ekki verið að Rússar hafi talið sama gilda um þessa landfótta fyrrum njósnara. Bandaríkjamenn er auðvitað sammála Bretum enda vítavert ef aðrir en NATO og staðfastar þjóðir stunda dráp erlendis.
Öll spjót standa á Rússum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Heiðar Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar